Nýjast á Local Suðurnes

Sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð út – Skothvellir heyrðust nærri Garði

Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð út í Garði og  samkvæmt heimildum Vísis sem greindi fyrst frá málinu hefur Garðvegi verið lokað frá Helguvík. En talið er að maður vopnaður skotvopni gangi laus við golfskálann í Leiru.

Þá greinir fréttastofa RÚV frá því að skothvellir hafi heyrst nærri Garði og að sést hafi til hettuklædds manns. Þá er mannlaus bíll á svæðinu sem verið er að skoða, segir á vef RÚV.

Vísir hefur greint frá því að útgöngubann sé í leikskólanum og grunnskólanum Garði vegna þess að byssumaður sé talinn ganga laus við golfskálann í Leiru.