sudurnes.net
Sérsveit Ríkislögreglustjóra kölluð út - Skothvellir heyrðust nærri Garði - Local Sudurnes
Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð út í Garði og samkvæmt heimildum Vísis sem greindi fyrst frá málinu hefur Garðvegi verið lokað frá Helguvík. En talið er að maður vopnaður skotvopni gangi laus við golfskálann í Leiru. Þá greinir fréttastofa RÚV frá því að skothvellir hafi heyrst nærri Garði og að sést hafi til hettuklædds manns. Þá er mannlaus bíll á svæðinu sem verið er að skoða, segir á vef RÚV. Vísir hefur greint frá því að útgöngubann sé í leikskólanum og grunnskólanum Garði vegna þess að byssumaður sé talinn ganga laus við golfskálann í Leiru. Meira frá SuðurnesjumAðgerðum lögreglu í Leiru lokið – Búið að opna fyrir umferð á GarðvegiGestafjöldi á Safnahelgi tvöfaldaðist – Vilja stækka markhópinnÓska eftir 70 manns til að leika í kvikmynd – Ertu laus á morgun?Fyrrverandi bæjarstjórar í Garði tókust á í ræðupúlti alþingisPar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um gróf kynferðisbrot gegn ungum börnumÁhugi á að setja upp æfingasvæði fyrir motorcross í GarðiUm helmingur 6-10 ára barna í Garði tók þátt í Nettómótinu í körfuboltaFullur á færibandi þáði gistingu í fangaklefaYfir 100 manns tóku höndum saman á vinnudegi í leikskólanum TjarnarseliSigvaldi Arnar heldur áfram að styrkja málefni tengd börnum