Nýjast á Local Suðurnes

Breyta ásýnd og götumynd við Hótel Keflavík – Svona mun svæðið líta út!

Vinna við breytingar á útliti og aðkomu að Hótel Keflavík eru hafnar, en beiðni hóteleigenda um breytingarnar var samþykkt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar á dögunum.

Breytingar á götumynd eru hluti af tillögunum og var það samþykkt með þeim skilyrðum að verkið verði unnið í samráði við starfsfólk umhverfissviðs og sé sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.