Nýjast á Local Suðurnes

Aðgerðum lögreglu í Leiru lokið – Búið að opna fyrir umferð á Garðvegi

Lögregla hefur lokið aðgerðum á vettvangi við golfskálann í Leiru og búið er að opna fyrir umferð um Garðveg frá Helguvík að Garði. Von er á tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum vegna málsins.

Töluverður fjöldi lögreglumanna var kallaður á vettvang ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra í morgun vegna gruns um að hettuklæddur einstaklingur vopnaður skotvopni gengi þar laus. Þá var talið að skotthvellir hafi heyrst á svæðinu.