Nýjast á Local Suðurnes

Töluvert tjón á sjóvarnargarði í veðurofsa

Töluvert tjón varð á sjóvarnargarði við Ægisgötu í Reykjanesbæ í óveðrinu sem gekk yfir Suðurnesin í nótt og morgun. Frá þessu greinir Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar í færslu á Facebook.

Grjót gekk langt á land í veðurofsanum og sjór flæddi að byggingum við Hafnargötu. Guðlaugur segist í færslunni vart getað hugsað til þess hvernig ástandið væri hefði ekki verið ráðist í byggingu sjóvarnargarðanna á sínum tíma.