Þrjátíu ökumenn staðnir að því að sinna ekki stöðvunarskyldu

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært á þriðja tug ökumanna fyrir hraðakstur á undanförnum dögum. Einn þeirra ók sviptur ökuréttindum. Þá voru fáeinir teknir úr umferð vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.
Loks voru tæplega þrjátíu ökumenn staðnir að því að sinna ekki stöðvunarskyldu. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hættuna sem af slíku athæfi getur stafað, segir í tilkynningu frá lögreglu.