Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu í crossfit

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes lenti í öðru sæti á Íslandsmótinu í crossfit, Reebook Iceland Throwdown, með 880 stig. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, úr Reebok Crossfit Reykjavík, sigraði á mótinu en hún hlaut fimmtán stigum meira en Ragnheiður Sara eða 895 stig.

Fimm keppendur frá Crossfit Suðurnes tóku þátt í mótinu, einn í karlaflokki, Andri Guðjónsson sem lenti í 26. sæti. Fjórar kepptu í kvennaflokki og átti Crossfit Suðurnes tvær konur í 10 efstu sætunum en Jóhanna Júlía Júlíusdóttir lenti í 9. sæti á mótinu með 574 stig.  Íris Rut Jónsdóttir lenti í 32. sæti og Jóna Margrét Jónsdóttir í því 33ja.