Nýjast á Local Suðurnes

Ragnheiður Sara fékk bronsið í Dúbaí

Mynd: Instagram/Sara Sigmundsdottir

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir hreppti bronsið á sterku alþjóðlegu CrossFit móti sem lauk í Dúbaí um helgina. Sigur á mótinu veitti þátttökurétt á heimsleikunum í íþróttinni sem fram fara í Bandaríkjunum í sumar.

Sara var í fjórða sæti fyrir lokagrein mótsins, aðeins sjö stigum frá fyrsta sætinu, en varð í 10. sæti í þeirri grein og endaði mótið sem fyrr segir í þriðja sætinu.

Árangur Söru í mótinu:

1. grein: 1. sæti (100 stig)
2. grein: 16. sæti (55 stig)
3. grein: 9. sæti (69 stig) – var í 6. sæti með 224 stig
4. grein: 9. sæti (69 stig) – var í 4. sæti með 293 stig
5. grein: 2. sæti (95 stig) – var í 4. sæti með 388 stig
6. grein: 4. sæti (85 stig) – var í 3. sæti með 473 stig
7. grein: 9. sæti (69 stig) – var í 3. sæti með 542 stig
8. grein: 7. sæti (73 stig) – var í 4. sæti með 615 stig
9. grein: 2. sæti (95 stig) – var í 4. sæti með 710 stig
10. grein: 2. sæti (95 stig) – Endar í 3. sæti með 805 stig