Nýjast á Local Suðurnes

Lögðu skipafélag fyrir Landsrétti

Suðurnesjabær hafði betur gegn skipafélaginu Thor P/F fyrir Landsrétti í máli sem rekja má aftur til ársins 2014 þegar flutningaskip félagsins sigldi á innsiglingarstaur í höfninni í Sandgerði. Suðurnesjabær, þá Sandgerðisbær, fór fram á að fyrirtækið greiddi kostnað við uppsetningu á nýjum staur og endaði málið fyrir héraðsdómi árið 2019 hvar Sandgerðisbær hafði einnig betur.

Landsréttur staðfesti dóm Héraðsdóms, en lækkaði bætur til bæjarins um tæpar fjórar milljónir króna úr tæpum 17 milljónum króna í 13 milljónir þar sem það var mat dómsins að undirstöður staursins hafi áður verið skemmdar að hluta.

Skipafélagið var einnig dæmt til greiðslu á lögfræðikostnaði á báðum dómsstigum upp á tæplega þrjár milljónir króna.