Nýjast á Local Suðurnes

Fyrrverandi sparisjóðsstjóri neitaði sök við þingfestingu

Geir­mundur Krist­ins­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Sparisjóðs Keflavíkur neitaði sök við þingfestingu máls sem héraðssaksóknari höfðaði gegn honum vegna meintra umboðssvika með því að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laga.

Eins og áður hefur komið fram nema fjár­hæðirn­ar í ákær­unni tæp­um átta hundruð millj­ón­um króna.

Í frétt mbl.is um málið kemur fram að frest­ur til að skila grein­ar­gerð í mál­inu hafi verið  gef­inn til 18. maí. Þá kemur einnig fram að brot­in geti varðað allt að sex ára fang­elsi.