Nýjast á Local Suðurnes

Formaður bæjarráðs um kísilver: “Nú er nóg komið af þessari vitleysu”

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Mikil umræða hefur farið fram á samfélagsmiðlinum Facebook í morgun um mengun frá kísilveri United Silicon í Helguvík, en fólk sem þar tjáir sig segir að lykt frá kísilverinu hafi sjaldan verið jafn mikil og í morgun.

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar ritaði afar stutta en beinskeytta færslu í Facebook-hópinn Reykjanesbær – Gerum Góðan bæ betri, þar sem hann segir nóg komið: “Sorgleg staða hér í bæ nuna, kísillykt yfir öllu. Nú er nóg komið af þessari vitleysu. Heilsa íbúa verður að vera númer eitt.” Skrifaði Friðjón.