Nýjast á Local Suðurnes

Gerð undirganga við Hafnaveg í útboð – Verkinu skal lokið um miðjan nóvember

Vegagerðin og Reykjanesbær hafa óskað eftir tilboðum í gerð undirganga fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur undir Reykjanesbraut við Hafnaveg ásamt gerð aðliggjandi göngustíga. Tilboð í verkið verða opnuð þann 9. ágúst og skal verkinu lokið eigi síðar en þann 15. nóvember næstkomandi.

Vegagerðin lokaði á dögunum fyrir vinstri beygju við gatnamótin til bráðabirgða, en sú lokun var gerð með það að markmiði að gera ökumönnum erfitt fyrir að ná þessari umræddri beygju, samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þegar framkvæmdir við undirgöngin hefjast verður alveg lokað fyrir beygjuna og umferð þá beint um framhjáhlaup á meðan framkvæmdum stendur.