Nýjast á Local Suðurnes

Eitt tilboð barst í gerð undirganga undir Reykjanesbraut – Verklok í nóvember

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Vegagerðin og Reykjanesbær óskuðu á dögunum eftir tilboðum í gerð undirganga undir Reykjanesbraut við Hafnaveg ásamt gerð aðliggjandi göngustíga. Einungis eitt tilboð barst í verkið, frá Ellerti Skúlasyni ehf. og hljóðaði það upp á 69.888.000 krónur. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar og Reykjanesbæjar hljóðaði upp á 62.000.000 króna.

Verkinu skal að lokið eigi síðar en 15. nóvember 2016.