Jarðkjálfti að stærð 3,8 fannst víða á Suðurnesjum

Jarðskjálfti af stærð 3,9, með upptök rétt austan við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga, varð um hádegisbilið í dag. Skjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu, í Grindavík og í Reykjanesbæ.
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að jarðskjálftahrina hafi hafist á þessu svæði í morgun og mældust tveir skjálfar af stærð 3. Fyrst kl. 07:27 og síðan kl. 07:56 í morgun.