Nýjast á Local Suðurnes

Jarðkjálfti að stærð 3,8 fannst víða á Suðurnesjum

Jarðskjálfti af stærð 3,9, með upp­tök rétt aust­an við Fagra­dals­fjall á Reykja­nesskaga, varð um hádegisbilið í dag. Skjálft­inn fannst  víða á höfuðborg­ar­svæðinu, í Grindavík og í Reykjanesbæ.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stofu Íslands kemur fram að jarðskjálfta­hrina hafi haf­ist á þessu svæði í morg­un og mæld­ust tveir skjálf­ar af stærð 3. Fyrst kl. 07:27 og síðan kl. 07:56 í morg­un.