Nýjast á Local Suðurnes

MAX-vélum Icelandair flogið til Frakklands

Boeing 737 MAX-vélum Icelandair verður ferjuflogið frá Keflavík til Suður-Frakklands í næstu viku. Tilgangurinn er að koma þeim fyrir veturinn til geymslu í loftslagi sem fer betur með flugvélar heldur en íslensk vetrarveðrátta á Keflavíkurflugvelli.

Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2, en þar kom fram að þeir flugmenn Icelandair sem fljúga munu vélunum til Frakklands verði í sérstakri þjálfun um helgina í flughermi.