Eignaspjöll í Háaleitisskóla
Lögreglunni á Suðurnesjum var tilkynnt um að eignaspjöll hafi verið framin í Háaleitisskóla á Ásbrú. Í ljós kom að búið var að brjóta tvær rúður, aðra með tvöföldu öryggisgleri, og fjögur útiljós í byggingunni.
Lögregla rannsakar málið og í tilkynningu kemur fram að stór steinn hafi fundist innandyra framan við eina brotna rúðuna.