Nýjast á Local Suðurnes

Einar Hannesson tekur við framkvæmdastjórn hjá Fastus

Einar Hannesson, útibústjóri Landsbankans í Reykjanesbæ hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra Fastus, en fyrirtækið séhæfir sig í að sjá fyrirtækjum og stofnunum á heilbrigðissviði, og í rekstri tengdum matvælum og iðnaði, fyrir tækjum, búnaði og rekstrarvörum.

Einar starfaði áður sem útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ. Þar áður starfaði Einar lengstum sem forstöðumaður flugafgreiðslusviðs Icelandair Grounds Services. Stefnt er að því að Einar hefji störf hjá fyrirtækinu fyrir áramót.