Ekið á hund í miðju tístmaraþoni
Lögreglan á Suðurnesjum tekur þátt í árlegu löggutísti ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan hefur undanfarin ár staðið að tístmaraþoni lögreglunnar undir myllumerkinu #löggutíst á samfélagsmiðlinum Twitter, þar sem almenningur fær að fylgjast með öllum verkefnum sem koma inn á borð lögreglunnar. Tístmaraþonið hófst í dag klukkan 16 og stendur til klukkan 4 í nótt.
Hægt er að nálgast tíst lögreglunnar á Suðurnesjum með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan:
Ekið á hund á Hringbraut við Aðalgötu. hundurinn hljóp í burtu. Ekki vitað hvort hann sé særður. Engar skemmdir á ökutækinu. Leitum nú hundins.#Löggutíst
— Police Sudurnes (@sudurnespolice) December 14, 2018