Nýjast á Local Suðurnes

Valdimar gengur til sálfræðings og hefur ráðið sér einkaþjálfara

Valdimar Guðmundsson söngvari hljómsveitarinnar Valdimar var gestur Kastljóss gærkvöldi en það var í fyrsta sinn sem hann ræddi um heilsufarsvandamál sín tengd offitu eftir að hann birti færslu á Facebook, í þættinum sagðist hann meðal annars þurfa að grenna sig ef ekki ætti illa að fara.

„Ég hef áður reynt að taka á þessu og stundum náð árangri en það endist ekki. Mér líður eins og ég sé tilbúinn í þetta núna. Það þarf að taka til í hausnum, það er alveg númer eitt, tvö og þrjú. Svo þarf þetta að vera breyting til framtíðar og eitthvað sem gerist núna en ekki eftir tíu ár. Eftir tíu ár væri ég hugsanlega dauður.“

Valdimar greindi einnig frá því að hann sé nú að fá aðstoð frá fagfólki við að koma sínum málum í lag og til að ná settum markmiðum en hann hefur ráðið sér einkaþjálfara auk þess sem hann gengur til sálfræðings.

Valdimar tók fram að andlega líði honum vel og að færslan hafi meira verið tilkynning til vina um að nú væri upprisan hafin.

„Ég hugsaði bara djöfull er ég fokking feitur og nú er komið nóg….” – „Ég bjóst aldrei viða þjóðin myndi tala um þetta. Ég er mjög þakklátur yfir því hversu mikið fólki er ekki sama.“ Sagði Valdimar Guðmundsson í Kastljósþættinum.