Nýjast á Local Suðurnes

Stofnfiskur vill bæta við starfsemina á Reykjanesi

Stofnfiskur hf. hefur lagt inn starfsleyfisumsókn til Umhverfisstofnunar sem snýr að laxeldi í Kirkjuvogi og Seljavogi í Höfnum á Reykjanesi.

Fyrirtækið sækir um starfleyfi í Kirkjuvogi fyrir 160 tonn/ ári af lax framleiðslu eða 160 tonn/ári af framleiðslu á hrognkelsisseiðum, hrognum og klakfiski.

Samkvæmt mati á umhverfisáhrifum kemur fram að samgangur verður á milli stöðvanna í Kirkjuvogi og Seljavogi en stöðvarnar sækja um tvö aðskilin starfsleyfi.