Sigurjónsbakarí sett á sölu

Sigurjónsbakarí í Keflavík hefur verið auglýst til sölu eða leigu, ásamt verslun sem því er tengt. Þetta kemur fram í auglýsingu sem birt var í gær á veitingageirinn.is.
Bakaríið er fjölskyldufyrirtæki og var stofnað árið 1988 af Sigurjóni Héðinssyni en á vefsíðu þess kemur fam að í dag starfi þar 10 manns. Þá gæti hluti rekstrarins verið til sölu fyrir réttan aðila að því er fram kemur í auglýsingunni.
Þá kemur einnig til greina að selja hluta rekstursins samkvæmt auglýsingnni.