Nýjast á Local Suðurnes

Bus4u bætir lúxus í flotann

Stærsta hópferðafyrirtækið á Suðurnesjum, Bus4u Iceland ehf., hefur undirritað samning um kaup tveimur nýjum Mercedes Tourismo hópferðabifreiðum sem koma til afhendingar í maí og september á þessu ári.

Bílarnir sem keyptir eru af Öskju, umboðsaðila Mercedes á Íslandi og eru útbúnir sérstökum lúxussætum, en um er að ræða 37 og 49 farþega bíla sem munu vera góð viðbót við fjölbreytt úrval hópbifreiða hjá fyrirtækinu.

Fyrirtækið hefur yfir að ráða flota yfir 30 bifreiða af öllum stærðum og gerðum sem geta borið frá 7 og upp í 100 farþega.