Nýjast á Local Suðurnes

Eldsneytið ódýrast í Sandgerði – Atlantsolía lækkar verð í Reykjanesbæ

Ódýrasta eldsneytið á Suðurnesjum er selt á bensínstöð Orkunnar í Sandgerði, en þar kostar líterinn af bensíni 215,40 krónur samkvæmt vef GSMbensín og verðið á díselolíu er 215,70 krónur. Atlantsolía selur ódýrasta eldsneytið í Reykjanesbæ en þar á bæ lækkuðu menn líterinn á Suðurnesjum um 5 krónur á dögunum og kostar líterinn af bensíni 215,50 krónur þegar þetta er ritað og verðið á lítranum af díselolíu er 215,80 krónur.

Ódýrasti eldsneytislíterinn á landinu er hins vegar seldur í Costco, á um 20 krónum lægra verði.

Ódýrasti bensínlíterinn hjá öðrum eldsneytissölum á Suðurnesjum er um 220 krónur og á dísel um 222 krónur. Eldsneytissalar bjóða svo ýmsa afslætti sem ekki eru reiknaðir inn í verðin hér að ofan.