Nýjast á Local Suðurnes

Leikið á sumarflötum á Opna Nóa Siríusmótinu í Leiru

Fyrsta golfmót ársins fer fram á Hólmsvelli í Leiru á laugardag. Um er að ræða Opna Nóa Siríus mótið og er búist við að 112 þátttakendur skrái sig til leiks, en það er sá fjöldi sem getur tekið þátt.

Leikið verður af sum­arteig­um og inn á sum­arflat­ir, sem er einsdæmi á þessum árstíma, en einmuna veðurlíða undanfarin misseri gerir mönnum kleift að halda mótið með þessum hætti.