Nýjast á Local Suðurnes

Styrkir streyma til flokkana – Suðurnesjafyrirtæki með veskin á lofti

Flestir stjórnmálaflokkar hafa nýverið birt ársreikninga sína, enþsr má finna sundurliðun fjárframlaga lögaðila til flokkanna, en þau eru allt frá 5.000 krónum upp í 550.000 krónur, sem er hámarksstyrkur sem má veita samkvæmt reglum. Nokkur Suðurnesjafyrirtæki má finna á listum yfir styrktaraðila. Sjávarútvegsfyrirtæki eru þar í miklum meirihluta.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá lögaðila á Suðurnesjum sem styrktu Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Vinstri græna, Viðreisn, Samfylkinguna og Miðflokkinn, en aðrir flokkar hafa enn ekki gefið upp sína styrktaraðila, eða birt ársreikninga sína.

Listinn er ekki tæmandi og sum fyrirtæki styrktu alla flokka á meðan önnur voru hógværari. Þá vekur athygli að ekkert fyrirtæki af Suðurnesjum styrkti Samfylkinguna með fjárframlögum. Listinn er ekki tæmandi, en hér má sjá hann í heild sinni.

Aðalgata 60 ehf., Algalíf Iceland ehf., Einhamar Seafood ehf., H. Helgason Málingaþj. ehf., HS Orka ehf., Humarsalan ehf., Jón og Margeir ehf., Lagnaþjónusta Suðurnesja ehf., Mustad Autoline ehf., Skipamiðstöð Njarðvíkur hf., Þorbjörn HF., Vísir HF., Nesfiskur ehf., IceMar ehf, Cargo flutningar ehf., Allt hreint ræstingar ehf., KG Fiskverkun ehf., R.Sól slf., Saltver ehf., Ellert Skúlason ehf., Rekan ehf.