Nýjast á Local Suðurnes

Skora á tjónvald að gefa sig fram

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir að komast í samband við þann aðila sem olli tjóni á bifreið sem lagt var framan við verslun Bónus við Tjarnargötu.

Ekið var utan í þessa bifreið eftir hádegi í dag framan við verslun Bónus við Tjarnargötu. Tjónvaldur yfirgaf vettvang án þess að gera grein fyrir óhappinu. Við skorum á tjónvald til að hafa samband við okkur sem og ef einhver varð vitni af þessu, segir í tilkynningu frá lögreglu.