Þorsteinn nýr framkvæmdastjóri Ný-fisks

Þorsteinn Magnússon hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Icelandic Ný-Fisks í Sandgerði.
Þorsteinn á að baki fjölbreyttan starfsferil, jafnt innan sem utan sjávarútvegsins. Áður hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Storms Seafood í Hafnarfirði 2013, og einnig var hann framleiðslu- og sölustjóri sama fyrirtækis 2012.
Þorsteinn er með B.Sc. gráðu í sjávarútvegsfræði frá Háskólanum á Akureyri, auk þess sem hann hefur M.Sc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík.