Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesjalögguhundar til aðstoðar á Írskum dögum

Lögreglan á Suðurnesjum mun vera lögreglunni á Vesturlandi til aðstoðar á Írskum dögum sem fram fara um helgina. Suðurnesjalögreglan mun senda lögregluþjón með tvo fíkniefnaleitarhunda.

Lögð verður áhersla á að skoða umferðina til og frá Akranesi með aðstoð hundanna og auk þess sem hundarnir verða nýttir við löggæslueftirlit á svæðinu, segir í tilkynningu frá lögreglunni á Vesturlandi.