Nýjast á Local Suðurnes

Foreldrar kynni sér uppfærða viðbragðsáætlun

Í ljósi þeirra atburða sem nú eiga sér stað við Grindavík og Þorbjörn hefur Akurskóli uppfært viðbragðsáætlun skólans við vá.

Stjórnendur skólans hafa þannig bætt inn viðbrögðum við jarðskjálfta ásamt því að setja niður á blað hvernig rýming frá skólanum myndi eiga sér stað ef til þess kæmi.

Ef rýma þarf skólann eða skólalóðina vegna einhvers atburðar er mikilvægt að foreldrar komi ekki allir í einu upp að skólanum til að sækja börn sín. Fulltrúar skólans munu stýra því með skilaboðum hvernig og hvert foreldrar sækja börn sín. Þá gætu eldri nemendur verið sendir gangandi heim ef slíkt er óhætt eða jafnvel látnir safnast saman á öðrum stað fjarri skólanum til að láta sækja sig.

Foreldrar eru beðnir að kynna sér vel þessa áætlun.
Viðbragðsáætlun við vá.