Nýjast á Local Suðurnes

Þrír öflugir skjálftar fundust vel á Reykjanesi

Þrír öflugir jarðskjálftar hafa fundist vel víða á Suðurnesjum undanfarnar klukkustundir ef eitthvað er að marka samfélagsmiðlana, en margir Suðurnesjamenn hafa greint frá því hafa fundið jörð skjálfa.

Veðurstofan hefur þegar staðfest mælingar á þeim fyrsta sem fannst fyrir um klukkan 21:45. Sá mældist 3,4 að styrk og átti upptök sín um 5 kílómetra NNA af Grindavík.