Nýjast á Local Suðurnes

Enn skelfur jörð við Grindavík

Jarðskjálfti upp á 3,1 mældist um 5 km NNV af Grindavík rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun.

Tilkynningar bárust Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist í Grindavík. Dregið hefur úr skjálftavirkni við Grindavík undanfarna daga en Veðurstofa heldur enn úti sólahringsvakt á svæðinu.