Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbraut lokuð við Straumsvík vegna umferðarslyss – Þrír fluttir á slysadeild

Reykjanesbraut er lokuð fyrir umferð um óákveðinn tíma frá Straumsvík að Kúagerði vegna umferðaróhapps. Þetta kemur fram í tilkynningu sem lögreglan á Suðurnesjum sendi frá sér á Facebook-síðu sinni rétt í þessu.

Bú­ist er við að Reykja­nes­braut­in verði lokuð í nokk­urn tíma, en lög­regla á höfuðborg­ar­svæðinu fer með málið.

Mbl.is hefur eftir Slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins að harður tveggja bíla árekst­ur hafi orðið á veg­in­um og eru lög­regla og slökkvilið enn að störf­um. Fjór­ir ein­stak­ling­ar voru í bíl­un­um tveim­ur og voru þrír þeirra flutt­ir á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar.