Nýjast á Local Suðurnes

Tekinn á 165 kílómetra hraða á brautinni

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann á 165 km hraða á Reykjanesbraut í dag. Viðkomandi má eiga von á sekt upp á 230.000 krónur og sviptingu ökuréttinda í 2 mánuði.

Jæja kæru ökumenn….
Nú þegar vor er í lofti virðist sem bensín/diesel/rafmagnsfóturinn sé farinn að þyngjast á ykkur og er það eitthvað sem við viljum ekki sjá. Við vorum við hraðaeftirlit í dag á Reykjanesbrautinni, fallegt veður og bjart úti. En það er nú samt þannig að hámarkshraðinn breytist ekki þrátt fyrir gott og bjart veður. Nokkrir voru stoppaðir fyrir of hraðan akstur í dag og sá sem hraðast ók mældist á 165 km hraða sem er sekt upp á 230.000 og svipting ökuréttinda í 2 mánuði. Við bendum á að við erum reglulega á brautinni (þó ekki eins mikið og menn vilja) og viljum við biðja ykkur um að virða hraðatakmörk og svo er það ansi súrt að fá sekt upp á þessa upphæð og er sá er þetta ritar nokkuð viss um að fólk hafi annað og betra við aurinn að gera, segir í tilkynningu frá lögreglu.