Nýjast á Local Suðurnes

Á von á 130 þúsund króna sekt eftir hraðakstur

Tæplega fertugur ökumaður sem mældist aka á 141 km hraða á Reykjanesbraut í gær hafði aldrei öðlast ökuréttindi. Þetta var í annað sinn sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum undir stýri.

Auk hans hefur lögregla kært 14 ökumenn fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 164 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.  Þess ökumanns bíður 130.000 króna fjársekt, svipting ökuleyfis í  einn mánuð og þrír refsipunktar í ökuferilsskrá.

Loks voru fjórir ökumenn handteknir vegna gruns um fíkniefnaakstur.