Nýjast á Local Suðurnes

Kolbrún Júlía keppir á EM í hópfimleikum í dag – Sjáðu keppnina í beinni!

Íslenska landsliðið í hópfimleikum leikur listir sínar í undanúrslitum Evrópumótsins í hópfimleikum klukkan 14 í dag og eigum við Suðurnesjamenn fulltrúa í liðinu að þessu sinni, en Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir Newman, frá Fimleikadeild Keflavíkur, keppir fyrir Íslands hönd í blönduðum hópi.

Sex efstu liðin í keppninni í dag komast í úrslitin sem fram fara á laugardag klukkan 10:30 – Beinar útsendingar frá keppninni má nálgast á Youtube-síðu evrópska fimleikasambandsins eða á vefsíðu RÚV.