Nýjast á Local Suðurnes

Eldur í verönd og skjólveggjum

Eld­ur kom upp í verönd við ein­býl­is­hús í Vog­um á Vatns­leysu­strönd í nótt, til­kynn­ing um eld­inn barst klukk­an rúm­lega fimm í morg­un.

mbl.is hefur eftir varðstjóra hjá bruna­vörn­um Suður­nesja að eld­ur­inn hafi verið bund­inn við ver­önd og skjól­veggi. Ekki er vitað um elds­upp­tök. Tveir slökkviliðsbíl­ar voru kallaðir á vett­vang.

Ein­býl­is­húsið er úr timbri en að sögn varðstjór­ans náði eld­ur­inn aldrei í húsið. Tvær mann­eskj­ur sem höfðu verið í hús­inu voru komn­ar út þegar slökkviliðið kom á staðinn. Slökkvistarf gekk vel og hratt fyrir sig.