Nýjast á Local Suðurnes

Gera ráð fyrir tæplega sex milljónum farþega

­fjöldi sem fer í gegn­um Kefla­vík­ur­flug­völl vera 79% af þeim fjölda sem fór um völl­inn fyr­ir kór­ónu­veirufar­ald­ur, árið 2019, en 162% fleiri en í fyrra. Spá­ir Isa­via því að 5,7 millj­ón­ir farþega fari um völl­inn í ár. 

„Isa­via hef­ur ekki gefið út farþega­spá frá því fyr­ir Covid-19 vegna þeirr­ar miklu óvissu sem ríkt hef­ur,“ er haft eft­ir Grét­ari Má Garðars­syni, for­stöðumanni flug­fé­laga og leiðaþró­un­ar hjá Isa­via, í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu. 

„End­ur­heimt­in er hraðari en við bjugg­umst við fyrr á þessu ári. Sam­kvæmt farþega­for­send­um sem við gerðum í byrj­un fe­brú­ar var út­lit fyr­ir að heild­ar­fjöldi farþega um Kefla­vík­ur­flug­völl yrði tæp­ar 4,6 millj­ón­ir. Nú hef­ur sú tala hækkað um ríf­lega eina millj­ón.“

Isa­via ger­ir ráð fyr­ir því að fjöldi skiptif­arþega nærri tvö­fald­ist í maí og auk­ist jafnt og þétt fram á  haust.

„Tvö fé­lög bjóða nú upp á tengiflug milli Evr­ópu og Norður-Am­er­íku um Kefla­vík­ur­flug­völl.  Auk Icelanda­ir hóf Play flug vest­ur um haf í apríl. Farþega­spá­in ger­ir ráð fyr­ir að tengif­arþegar verði tæp­lega 1,5 millj­ón­ir fyr­ir allt árið 2022 en þeir voru rétt rúm­ar 2 millj­ón­ir 2019 og 350 þúsund í fyrra,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni frá Isa­via. 

Munu 24 flug­fé­lög fljúga til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli í sum­ar en þau voru 25 árið 2019. Í sum­ar eru áfangastaðirn­ir 75 en þeir voru 80 sum­arið 2019. 

„Heim­ur­inn er að opn­ast eft­ir heims­far­ald­ur­inn og ferðaþjón­ust­an að vakna eft­ir erfitt tíma­bil,“ er haft eft­ir Grét­ari.

„Við hjá Isa­via erum bjart­sýn fyr­ir sum­arið og á framtíðina. Árið 2022 end­ur­heimt­um við ferðagleðina. Þetta verður líka eitt mesta fram­kvæmda­ár í sögu Kefla­vík­ur­flug­vall­ar. Við erum að stækka og bæta flug­stöðina til að geta enn bet­ur tekið á móti ferðafólki til framtíðar.“