Nýjast á Local Suðurnes

Inkasso-deildin: Haukar lögðu Keflavík í markaleik – Grindavík á toppnum

Keflvíkingar lutu í gras gegn sterkum Haukum í miklum markaleik á Ásvöllum í kvöld, lokatölur 4-3, eftir að Haukar höfðu komist í 4-1. Haukar voru þar með fyrsta liðið til að leggja Keflavík að velli í Inkasso-deildinni á þessu tímabili.

Haukar komust í 1-0 með fyrsta marki leiksins á 10. mínútu. Hörður Sveinsson jafnaði leikinn um miðjan fyrri hálfleik, en Haukar voru ekki lengi að svara og komust í 2-1 rétt um mínútu síðar. Haukar náðu svo að bæta þriðja markinu við þegar um tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks.

Haukar bættu fjórða markinu við á  71. mínútu, en Jón­as Guðni Sæv­ars­son náði að minnka mun­inn aðeins þremur mínútum síðar, sem gaf Keflvíkingum smá von. Þriðja mark Keflvíkinga og það sjöunda í leiknum var skorað af Páli Ol­geiri Þor­steins­syni og kom í uppbótartíma, en dugði ekki til. Fyrsta tap Keflvíkinga í deildinni því staðreynd, en liðið situr í 5-6 sæti með 10 stig.

Það má segja að Selfyssingar hafi stolið stigi í Grindavík, en þeir skoruðu jöfnuar mark sitt geg þeim gulklæddu á 93. mínútu. Grindvíkingar komust í 1-0 með marki Juan Manuel Ortiz Jimenez á 20. mínútu leiksins.

Grindvíkingar eru enn öflugir í toppbaráttunni eftir leikinn, sitja í toppsætinu að minnsta kosti þar til á morgun, en þá eiga toppliðin leiki.