Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík niður um deild

Njarðvíkingar eru fallnir úr Inkasso-deildinni í knattspyrnu eftir að hafa tapað gegn Gróttu á heimavelli í dag, 1-2.

Njarðvíkingar komust yfir í leiknum á 32. mínútu og áttu þá smá von um að halda sæti sínu í deildinni, en Grótta sá til þess að sú von lifði ekki lengi er þeir skoruðu jöfnunarmarkið um mínútu síðar. Sigurmark Gróttu kom svo á 59. mínútu.