Nýjast á Local Suðurnes

Reykjanesbær skipar nefnd til að vinna að húsnæðisstefnu

Bæjaráð Reykjanesbæjar hefur skipað þriggja manna nefnd til að vinna að húsnæðisstefnu sveitarfélagsins, en slíka stefnu þurfa öll sveitarfélög að setja sér samkvæmt nýjum lögum.

Í húsnæðisstefnunni skulu meðal annars koma fram hugmyndir sveitarfélagsins um byggð í framtíðinni, hvernig skipting eigi að vera milli stórra og minni eigna, hlutdeild leiguhúsnæðis, félagslegra íbúða og húsnæðis fyrir fatlaða svo dæmi séu tekin.

Bæjarráð samþykkti að skipa þá Andra Örn Víðisson, Friðjón Einarsson og Böðvar Jónsson í nefndina.