Nýjast á Local Suðurnes

Suðurnesin eiga fulltrúa í undankeppninni fyrir Eurovision

Söngvakeppnin 2018 keppendur og höfundar

Suðurnesin eiga sinn fulltrúa í Söngvakeppni sjónvarpsins að þessu sinni, en þau tólf lög sem komust í undankeppnina voru kynnt á RÚV í kvöld.

Lagið sem um ræðir heitir Ég og þú og er sungið og samið af þeim Sólborgu Guðbrandsdóttur og Tómasi Helga Wehmeier, textann samdi bróðir Sólborgar, Davíð Guðbrandsson, en meðhöfundur þeirra og hugmyndasmiður að laginu er Rob Price.

Fyrri undankeppnin fer fram þann 10. febrúar og sú síðari þann 17. febrúar í Háskólabíói, en úrslitin fara fram þann 3. mars í Laugardalshöll.

Lagið má heyra hér fyrir neðan.