Loka fyrir umferð vegna framkvæmda

Vegna framkvæmda við vatns- og hitaveitu þarf að loka fyrir hluta Básvegar í Reykjanesbæ að einhverju leyti í komandi viku frá 28. nóvember til 2. desember.
Settir verða upp lokunarpóstar við gatnamót Básvegar/Víkurbrautar og Básvegar/Vatnsnesvegar ásamt útakstri frá bílastæðum Hótel Keflavík. Hliðrað verður til fyrir allan akstur að og frá Vatnsnesvegi 7 eins og unnt er.
Ákvörðun um lokun þessa er tekin til að tryggja öryggi starfsmanna og til að flýta framkvæmdum. Vonir standa til að framkvæmdum verði að fullu lokið fyrir föstudaginn 2. desember, segir í tilkynningu frá Reykjanesbæ.
