Nýjast á Local Suðurnes

Breytingar á þjónustu strætó vegna Covid-19 – Gjaldtöku ekki fylgt eftir og notast við afturdyr

Breytingar verða á þjónustu strætisvagna í Reykjanesbæ með tilkomu samkomubanns sem hefst aðfaranótt næstkomandi mánudags. Gjaldtöku í strætisvagna verður til að mynda ekki fylgt eftir á meðan á samkomubanni stendur og farþegum gert að notast við afturhurð vagnanna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bus4u Iceland, sem rekur vagnanna. Þá eru þeir farþegar sem það geta beðnir um að nýta sér þjónustuna utan háannatíma.