Nýjast á Local Suðurnes

Sekta fyrir naglana

Lögreglan á Suðurnesjum mun byrja að sekta ökumenn fyrir að aka um á bifreiðum á negldum dekkjum á næstu dögum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar en þar segir einnig að sekt fyrir hvert dekk sé 20.000 krónur.

Jæja nú erum við farin að huga að þessu og tími til kominn að skipta þessum út.
Sektin fyrir hvern hjólbarða er 20.000 þannig að það er ansi svekkjandi að fá svona sekt. Hvetjum þá sem enn eru á nöglum að haska sér á dekkjaverkstæði og koma þessu í lag, það er örugglega ófýrara en að fá sekt upp á 80.000 kall.