Nýjast á Local Suðurnes

Bílvelta við Ásbrú – Lögregla leitar vitna

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ökumaður ók á staur við Ásbrú á fjórða tímanum í gær, með þeim afleiðingum að bifreið hans valt. Hann var einn í bílnum en grunur leikur á að hann hafi verið ölvaður við aksturinn.

Þeir sem urðu vitni að slysinu eru beðnir um að hafa samband við lögregluna, annað hvort í gegnum neyðarlínuna eða með því að senda skilaboð á Facebook-síðu embættisins.