Nýjast á Local Suðurnes

Fasteignir á Suðurnesjum og víða um heim – Þetta færðu fyrir 37 millur!

Fasteignamarkaðurinn blómstrar á Suðurnesjum um þessar mundir og eignir seljast sem aldrei fyrr og það á flottum verðum. Svona til gamans kannaði Suðurnes.net markaðinn víða um heim og bar saman við eignir á Suðurnesjum.

Hér fyrir neðan má sjá eignir sem verðlagðar eru á um 37 milljónir króna víðsvegar um heiminn og eignir á sama verði í nokkrum sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Við hefjum leikinn í Mäntyharju í Finnlandi, en þar er að finna þennan tveggja herbergja sumarbústað, sem búinn er öllum helstu þægindum s.s. arni, saunaklefa og stórri verönd auk stórrar landareignar.

eign finnland

 

Í Vogum er aftur á móti að finna þetta 174 fermetra einbýlishús, fjögur herbergi og 100 fermetra verönd auk allra helstu þæginda sem prýða hús á Íslandi.

eign vogar

 

Sosúa, í Díminíska lýðveldinu býður upp á lúxuslíferni og flott húsnæði. Fyrir lítlar 37 millur má fjárfesta í þessu þriggja herbergja húsnæði sem einnig hefur að geyma hvorki meira né minna en þrjú baðherbergi, auk sundlaugar og einkabílastæðis.

eignir dominiska

 

Við Greniteig í Keflavíkurhverfi Reykjanesbæjar er að finna þetta tæplega 160 fermetra húsnæði til sölu á 36 milljónir króna. Herbergin eru fjögur og hafa þau parket á gólfi, fataskápur er í þremur herbergjum. Þá býður 37 fermetra bílskúrinn upp á góða tekjumöguleika í gegnum útleigu.

eign greniteigur

 

Það er gott að búa í Kópavogi var einhver tímann sagt, en það á að sögn einnig við um Natal í Brasilíu, en þar er að finna þessa fjögurra herbergja eign. Í húsinu er einnig að finna fjögur önnur herbergi auk sameignar með grillaðstöðu og sundlaug.

eign brazil

 

Fyrir 37,5 milljónir króna má nálgast 217 fermetra eign í Sandgerði. Allar innréttingar í herbergjunum fjórum eru sérsmíðar úr eik, einnig eru eikar innihurðar. Lóðin var látin halda sér eins náttúruleg og mögulegt var.

eign sandg

 

Bali í Indonesíu er flottur staður og þar er að finna fjölda eigna á söluskrá. Þessi eign er eins glæsileg og þær gerast, þrjú stór herbergi og öll helstu þægindi s.s. sundlaug og nánast alltaf frábært veður.

eign bali

Við Víðidal í Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar stendur glæsilegt einbýlishús á frábærum útsýnisstað með 2 baðherbergjum og 3 svefnherbergjum, húsið stendur innst í lokuðim botnlanga og er falt fyrir rétt tæplega 40 milljónir króna.

eign njardv

 

Og fyrir þá sem vilja slaka á í sveitasælunni er um að gera að skoða þessa eign í Brittany í Frakklandi. Sjö herbergi, stór stofa, bílskúr og fjögur baðherbergi.

eign frakkl

 

Sennilega fær fólk þó minnst fyrir peninginn í Los Angeles í Bandaríkjunum, en þar má fá þetta þriggja herbergja húsnæði fyrir litlar 37 milljónir króna, tekið er fram að bílastæði og rimlar fyrir gluggum fylgi eigninni, auk ágætis salernisaðstöðu.

eign los angeles