Nýjast á Local Suðurnes

Ökuníðingi veitt eftirför á Reykjanesbraut – Mældist á 174 km. hraða

Ökumaður, sem mældist á 174 km. hraða á Reykjanesbraut  sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar á Suðurnesjum heldur hélt för sinni áfram. Honum var því veitt eftirför dágóðan spöl þar til  bifreið hans var stöðvuð á móts við Seltjörn. Hann þurfti að greiða á annað hundrað þúsund krónur í sekt.

Tíu ökumenn til viðbótar hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum, þar af rúmlega helmingur erlendir ferðamenn.

Þá var óvenjumikið um  að ökumenn legðu bifreiðum sínum ólöglega því níu voru staðnir að því. Einnig bar á því að fólk væri ökuréttindalaust undir stýri, sinnti ekki stöðvunarskyldu eða talaði í síma án tilskilins búnaðar.