Nýjast á Local Suðurnes

Tvö umferðarslys á Reykjanesbraut

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Tvö um­ferðarslys urðu á Reykjanesbraut í morg­un, annað við gamla af­leggj­ar­ann inn í Krísu­vík en þar skullu vöru­bíll og fólksbíll saman og vorur tveir fluttir á slysadeild. Öku­menn beggja bif­reiða voru flutt­ir á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar en ekki er ljóst um ástand þeirra að svo stöddu.

Síðara slysið kom til eft­ir að Reykja­nes­braut­inni hafði verið lokað, til móts við Straum rétt sunn­an við Straums­vík. Þar keyrði jeppi aft­an á rútu sem var annaðhvort kyrr­stæð eða á hægri ferð sök­um lok­un­ar­inn­ar. Jepp­inn endaði ut­an­veg­ar en eng­inn slasaðist.

Reykjanesbraut var lokuð um tíma vegna slysanna, en hefur nú verið opnuð áný, en umferð gengur hægt.