Nýjast á Local Suðurnes

Elías Már í byrjunarliðinu gegn Kína

Keflvíkingurinn Elías Már Ómars­son, sem leikur með IFK Gauta­borg, verður í byrjunarliðinu þegar Ísland leikur æfingaleik gegn Kína í knatt­spyrnu í hádeginu í dag. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Um er að ræða opnunarleikinn á China Cup í Nanning og fer leikurinn fer fram á Guangxi Sports Centre Stadium.

Á morgun leika svo Chile og Króatía á sama velli. Sigurvegararnir úr leikjunum tveimur mætast svo í úrslitaleik mótsins á sunnudag og tapliðin mætast í leik um þriðja sætið á laugardag.